Enski boltinn

Beckham valinn í enska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Nordic Photos / Getty Images

David Beckham hefur verið valinn í enska landsliðið sem mætir Frakklandi í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi.

Beckham á að baki 99 landsleiki og hefur verið valinn í 30 manna hóp Fabio Capello landsliðsþjálfara.

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, hefur einnig verið valinn í landsliðið í fyrsta sinn síðan hann var í hópi Englands á HM í Þýskalandi árið 2006.

David Wheater, Middlesbrough, og Jermain Defoe, leikmaður Portsmouth voru einnig valdir í landsliðið.

Landsliðshópurinn: James (Portsmouth), Carson (Aston Villa), Kirkland (Wigan); Bridge (Chelsea), A Cole (Chelsea), Johnson (Portsmouth), Terry (Chelsea), Brown (Man Utd), Lescott (Everton), Ferdinand (Man Utd), Wheater (Middlesbrough), Woodgate (Tottenham), Upson (West Ham); Barry (Aston Villa), Young (Aston Villa), Bentley (Blackburn), J Cole (Chelsea), Lampard (Chelsea), Wright-Phillips (Chelsea), Beckham (Los Angeles Galaxy), Gerrard (Liverpool), Hargreaves (Man Utd), Downing (Middlesbrough), Jenas (Tottenham); Walcott (Arsenal), Agbonlahor (Aston Villa), Crouch (Liverpool), Rooney (Man Utd), Owen (Newcastle), Defoe (Portsmouth).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×