Frumvarp um sérstakan saksóknara lagt fram 11. nóvember 2008 15:14 Björn Bjarnason leggur frumvarpið fram. Frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við bankahrunið hefur verið lagt fram á Alþingi. Saksóknarinn skal samkvæmt frumvarpinu fullnægja skilyrðum til skipunar í embætti héraðsdómara og fær hann heimildir til þess að ráða til sín starfsfólk. Gert er ráð fyrir því að saksóknarinn verði skipaður svo fljótt sem auðið er eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt en það var tekið fyrir í allsherjarnefnd Alþingis í morgun. Gert er ráð fyrir að embættið kosti 76 milljónir á ári miðað við níu starfsmenn en í þeirri tölu er erlend sérfræðiaðstoð ekki talin með. Starfsmenn embættisins sem eru lögreglumenn eða löglærðir munu fara með lögregluvald og er gert ráð fyrir því að starfsmenn verði þrír til fjórir til að byrja með. Í athugasemdum við frumvarpið er gert rá fyrir því að starfsmenn verði orðnir tíu á árinu 2009. „Aðrir sérfræðingar embættisins hafa, samkvæmt nánari ákvörðun hins sérstaka saksóknara, heimildir til að annast skýrslutökur á rannsóknarstigi af sakborningum og vitnum. Hinn sérstaki saksóknari getur leitað til sérfróðra aðila, innlendra sem erlendra, eftir því sem þurfa þykir," segir í þriðju grein. Eins og áður hefur verið greint frá inniheldur frumvarpið ákvæði sem kennt hefur verið við "litla Landsímamanninn." Í fjórðu grein frumvarpsins segir: „Ríkissaksóknara er heimilt að ákveða, að uppfylltum skilyrðum 2. mgr. og að fenginni rökstuddri tillögu frá hinum sérstaka saksóknara, að starfsmaður eða stjórnarmaður fyrirtækis, sem hefur frumkvæði að því að bjóða eða láta lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar eða gögn sem tengjast fyrirtækinu, móður- eða dótturfyrirtæki þess eða fyrirtækjum sem það er í viðskiptum við eða stjórnendum þeirra, sæti ekki ákæru þótt upplýsingarnar eða gögnin leiði líkur að broti hans sjálfs." Greinar frumvarpsins eru sjö, en í sjöttu grein er dómsmálaráðherra gert heimilt að leggja embættið niður hvenær sem er eftir 1. janúar 2010 og „hverfa þá verkefni þess til lögreglu eða ákærenda.." Ekki er kostnaður við embættið tiltekinn í frumvarpinu en í umsögn frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að erfitt sé að sjá fyrir hversu viðamikil verkefni embættisins verða en að dómsmálaráðuneytið hafi í rekstraráætlun fyrir embættið gert ráð fyrir því að miðað við níu starfsmenn kosti embættið 76 milljónir króna á ársgrundvelli. Þar er þó ekki tekin með í reikninginn aðstoð erlendra sérfræðinga né heldur málskostnað sem gæti fallið til komi til ákæru í málum. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við bankahrunið hefur verið lagt fram á Alþingi. Saksóknarinn skal samkvæmt frumvarpinu fullnægja skilyrðum til skipunar í embætti héraðsdómara og fær hann heimildir til þess að ráða til sín starfsfólk. Gert er ráð fyrir því að saksóknarinn verði skipaður svo fljótt sem auðið er eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt en það var tekið fyrir í allsherjarnefnd Alþingis í morgun. Gert er ráð fyrir að embættið kosti 76 milljónir á ári miðað við níu starfsmenn en í þeirri tölu er erlend sérfræðiaðstoð ekki talin með. Starfsmenn embættisins sem eru lögreglumenn eða löglærðir munu fara með lögregluvald og er gert ráð fyrir því að starfsmenn verði þrír til fjórir til að byrja með. Í athugasemdum við frumvarpið er gert rá fyrir því að starfsmenn verði orðnir tíu á árinu 2009. „Aðrir sérfræðingar embættisins hafa, samkvæmt nánari ákvörðun hins sérstaka saksóknara, heimildir til að annast skýrslutökur á rannsóknarstigi af sakborningum og vitnum. Hinn sérstaki saksóknari getur leitað til sérfróðra aðila, innlendra sem erlendra, eftir því sem þurfa þykir," segir í þriðju grein. Eins og áður hefur verið greint frá inniheldur frumvarpið ákvæði sem kennt hefur verið við "litla Landsímamanninn." Í fjórðu grein frumvarpsins segir: „Ríkissaksóknara er heimilt að ákveða, að uppfylltum skilyrðum 2. mgr. og að fenginni rökstuddri tillögu frá hinum sérstaka saksóknara, að starfsmaður eða stjórnarmaður fyrirtækis, sem hefur frumkvæði að því að bjóða eða láta lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar eða gögn sem tengjast fyrirtækinu, móður- eða dótturfyrirtæki þess eða fyrirtækjum sem það er í viðskiptum við eða stjórnendum þeirra, sæti ekki ákæru þótt upplýsingarnar eða gögnin leiði líkur að broti hans sjálfs." Greinar frumvarpsins eru sjö, en í sjöttu grein er dómsmálaráðherra gert heimilt að leggja embættið niður hvenær sem er eftir 1. janúar 2010 og „hverfa þá verkefni þess til lögreglu eða ákærenda.." Ekki er kostnaður við embættið tiltekinn í frumvarpinu en í umsögn frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að erfitt sé að sjá fyrir hversu viðamikil verkefni embættisins verða en að dómsmálaráðuneytið hafi í rekstraráætlun fyrir embættið gert ráð fyrir því að miðað við níu starfsmenn kosti embættið 76 milljónir króna á ársgrundvelli. Þar er þó ekki tekin með í reikninginn aðstoð erlendra sérfræðinga né heldur málskostnað sem gæti fallið til komi til ákæru í málum.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hljóp á sig Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira