Lífið

Orlando Bloom gafst upp á undirfatamódelinu

Miranda Kerr og Orlando Bloom.
Miranda Kerr og Orlando Bloom.

Leikarinn Orlando Bloom, 31 árs, er hættur með undirfatafyrirsætu, sem vakti fyrst athygli á heimsvísu þegar hún starfaði fyrir undirfatafyrirtækið Victoria's Secret, Miröndu Kerr.

Leikarinn, sem hefur oftar en ekki verið kjörinn heitasti piparsveinn Bretlands í könnunum á vegum tímarita, hefur ekki viljað tilkynna áhugasömum slúðurfjölmiðlum beggja vegna Atlantshafsins ástæðuna fyrir sambandsslitunum.

Fyrirsætan og olíuerfinginn sem hugar að stelpunni eftir sambandsslitin við Bloom.

Fréttir herma að 25 ára ástralska fyrirsætan eyði tíma sínum með fyrrverandi kærasta, Brandon Davis, sem er erfingi olíuveldis.

Í apríl lét Miranda verða að því að kynna Bloom fyrir foreldrum sínum í Sydney en allt kom fyrir ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.