Lífið

Opna íslenska barnfóstrumiðlun

Ný íslensk þjónusta gæti auðveldað úttauguðum foreldrum töluvert að bregða sér af bæ, en fyrsta barnfóstrumiðlunin á íslandi hefur verið opnuð. Passa.is er staðsett á netinu en þar geta foreldrar fundið traustar barnfóstrur til að gæta barnanna sinna á kvöldin og um helgar.

Það eru hjónin Telma Sigtryggsdóttir og Kjartan Örn Sigurðsson sem standa að baki passa.is. Þau segja hugmyndina upphaflega hafa orðið til eftir að þau sjálf lentu í vandræðum með að fá reynda barnfóstru á kvöldin fyrir stelpurnar sínar þrjár. Þá hafi þau nýtt sér svipaða þjónustu erlendis þar sem þau bjuggu í nokkur ár.

Markmið passa.is er að hjálpa foreldrum að útvega reynda einstaklinga til að passa börnin sín á kvöldin. Að sögn Telmu Sigtryggsdóttur einsetja þau sér að útvega foreldrum á auðveldan hátt, áreiðanlega barnfóstru sem hægt er að treysta svo foreldrar geti áhyggjulausir farið frá börnunum sínum á kvöldin. „Markmiðið er að sjálfsögðu að gleðja hundruð foreldra í hverjum mánuði með því að útvega þeim barnapössun," segir Thelma.

Meðlimir á passa.is borga 4900 krónur á ári fyrir áskrift að þjónustunni auk 500 króna bókunargjalds í hvert sinn.

Passa.is starfar aðeins með barnfóstrum sem geta sýnt fram á reynslu í gæslu barna. Barnfóstrur sem vilja vera á skrá hjá passa.is verða að vera orðnar 18 ára, með hreint sakavottorð, bílpróf, góð meðmæli og helst að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp. Á skrá hjá miðluninni eru m.a. leikskólakennarar, dagmömmur og stúdentar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.