Innlent

Verðhækkun hjá Toyota gengur til baka

Toyota hefur ákveðið að draga þær verðhækkanir sem orðið hafa á bílum umboðsins til baka. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa bílar hækkað mikið í því efnahagsfárviðri skollið hefur á þjóðinni. Tekið var dæmi af Yaris smábílnum frá Toyota sem hækkaði um 30 prósent á innan við mánuði.

Þessi hækkun hefur nú gengið til baka og segir markaðsstjóri Toyota að styrking íslensku krónunnar undanfarna daga gefi tilefni til þess. Ennfremur sé það trú manna hjá Toyota að krónan haldi áfram að braggast og því var ákveðið að lækka verðið á ný.






Tengdar fréttir

Yaris hefur hækkað um 30% á innan við mánuði

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segist ekki vita hvort bifreiðaumboðin í landinu muni standa af sér það efnahagsfárviðri sem nú skellur á þjóðinni. Hann segir að bílar hafi hækkað all verulega í verði að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×