Enski boltinn

Scholes og Fletcher framlengja við United

Scholes á að baki hátt í 600 leiki með United
Scholes á að baki hátt í 600 leiki með United NordicPhotos/GettyImages

Miðjumennirnir Paul Scholes og Darren Fletcher framlengdu í dag samninga sína við Englandsmeistara Manchester United.

Gamla brýnið Scholes framlengir samning sinn um eitt ár en hann verður 34 ára gamall í næsta mánuði. Hann meiddist í Evrópuleik með liðinu í vikunni og verður líklega frá keppni næstu 10 vikurnar. Hann er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið með því alla tíð.

Fletcher framlengdi sömuleiðis samning sinn til ársins 2010, en hann er skoskur landsliðsmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×