Lífið

Risaútihátíð í Fjölskyldugarðinum í kvöld

Stuðmenn verða í Fjölskyldugarðinum í kvöld. Mynd/ Daníel.
Stuðmenn verða í Fjölskyldugarðinum í kvöld. Mynd/ Daníel.

Hljómsveitin Stuðmenn stíga á stokk í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í kvöld ásamt Nýdanskri og Ingó og veðurguðunum. Þetta er í sjötta skiptið sem Stuðmenn halda tónleika í garðinum um verslunarmannahelgi. Jakob Frímann Magnússon segir að tónleikarnir fari vaxandi frá ári til árs og í þetta skipti hafi verið reist glæsilegasta svið sem hefur risið í garðinum. „Þetta er frábær staður til tónleikahalds og alltaf notaleg stemning," segir Jakob.

Jakob segir að síðustu ár hafi þetta verið mest sóttu útihátíðum um verslunarmannahelgi, en um 10 til 12 þúsund manns litu við í fyrra. Þetta eru einu tónleikarnir sem Stuðmenn verða með um þessa helgi. Þetta eru jafnfram fyrstu tónleikarnir okkar í nokkurn tíma. Það er ákveðinn hápunktur sumarsins þessi helgi. „Við erum búnir máta okkur við allan skalann og það að við skulum velja að koma hingað aftur er merki um það að okkur líður vel hér," segir Jakob Frímann.

Jakob Frímann segir að það sem ákaflega skemmtilegt hve fjölbreyttur hópur fólks það er sem sæki garðinn og að þar sé fólk sem sé í ástandi til að meðtaka það sem þar fari fram.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.