Íslenski boltinn

FH vann Val með sigurmarki í uppbótartíma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valsmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson og FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson kljást hér um boltann í leiknum í kvöld.
Valsmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson og FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson kljást hér um boltann í leiknum í kvöld. MYND/Arnþór

Það var mikil dramatík í leik Vals og FH í Landsbankadeildinni í kvöld. Aðeins eitt mark var skorað og það gerði Arnar Gunnlaugsson úr vítaspyrnu sem dæmd var í viðbótartíma.

Það var hendi á Barry Smith innan teigs og Kristinn Jakobsson benti á punktinn.

Smith var að leika sinn fyrsta leik í sumar og fékk sitt annað gula spjald fyrir hendina og þar með rautt.

Annars var leikurinn mjög bragðdaufur. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleiknum en Valsmenn voru sterkari í þeim síðari. Albert Brynjar Ingason fékk þeirra besta færi en náði ekki nægilega góðum skalla.

Með sigrinum komst FH í efsta sæti deildarinnar með nítján stig. Valur hefur hinsvegar aðeins tíu stig og situr í áttunda sætinu. Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu frá leiknum hér að neðan.

20:00 Valur - FH 0-1












Fleiri fréttir

Sjá meira


×