Innlent

Einn á gjörgæslu eftir bruna í Álftamýri

Kona og maður á fimmtugsaldri voru flutt á slysadeild eftir bruna í blokk við Álftamýri í dag. Maðurinn er töluvert brenndur og liggur nú á gjörgæsludeild. Konan er minna slösuð.

Samkvæmt upplýsingum frá sérfærðingi á gjörgæsludeild er maðurinn sofandi í öndunarvél. Konan er hinsvegar með minniháttar áverka og er undir eftirliti á slysadeild.

Eldur kom upp í blokk við Álftamýri 16 um eitt leytið í dag. Eldurinn kom upp í íbúð á annarri hæð hússins og barst slökkviliði tilkynning um klukkan 13:13 og var fyrsti bíll kominn á staðinn fimm mínútum síðar.

Vel gekk að slökkva eldinn og var búið að því sex mínútum síðar. Stigahúsið var allt fullt af reyk en ekki liggur fyrir hvort aðrar íbúðir hafi skemmst vegna reyks.










Tengdar fréttir

Tveir á slysadeild eftir bruna í Álftamýri

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í blokk að Álftamýri 16 í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom tilkynning um eld á annarri hæð klukkan 13:13 í dag og var fyrsti bíll kominn á staðinn fimm mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×