Lífið

Gwyneth gæti pínt sig til að eiga fleiri börn

MYND/Getty
Leikkonan Gwyneth Paltrow vill ólm eignast fleiri börn, en hún er ekki alveg viss hvernig er best að fara að því. Paltrow útskýrði vandamál sitt í viðtali við Harper's Bazaar tímaritið. Hún sagði að móðir sín, leikkonan Blythe Danner, hefði haft endalaust gaman af því að vera ólétt, en hún deildi þeirri upplifun ekki. Henni hafi nefnilega verið stöðugt óglatt gegnum báðar sínar þunganir.

Paltrow ætlar þó ekki að láta smáatriði eins og stöðuga morgunógleði trufla sig í barneignaráformum. „Ég píni mig kannski til að gera þetta einu eða tvisvar sinnum enn, lokaútkoman er alveg þess virði," sagði leikkonan, sem á fyrir tvö börn, tveggja og fjögurra ára, með eiginmanni sínum, Chris Martin.

Það er þó ekki víst að Paltrow þurfi að þola aðra níu mánaða gubbupest. Hún hefur nefnilega fullan hug á því að feta í fótspor síns fyrrverandi, Brads Pitt, og ættleiða næstu kríli. Raunar finnst Paltrow að henni og eiginmanninum beri skylda til þess. „Við höfum verið svo lánsöm að við skuldum mannkyninu það eiginlega," sagði Gwyneth. „Við eigum heilmikið af ást og eigum að gefa."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.