Fótbolti

Þjóðverjar brjálaðir vegna myndar í pólsku dagblaði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Myndin umtalaða.
Myndin umtalaða.

Pólska dagblaðið Super Express hefur gert allt vitlaust í Þýskalandi með mynd sem blaðið birti.

Á myndinni má sjá Leo Beenhakker, þjálfara pólska landsliðsins, haldandi á hausum fyrirliða og þjálfara þýska landsliðsins.

Á myndinni er búið að hálshöggva þá Michael Ballack og Joachim Löw. Mikill rígur er milli Póllands og Þýskalands en liðin mætast á Evrópumótinu í fótbolta á sunnudag.

Sjálfur er Beenhakker hneykslaður á myndinni. „Þessi mynd sýnir að um allan heim má finna sjúkt fólk. Ég er alls ekki sáttur við hana og held mér frá þessu," sagði þjálfari Póllands. Stjórnarformaður þýska íþróttasambandsins segir þessa mynd algöran skandal og fer fram á að pólsk stjórnvöld bregðist við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×