Innlent

Arna Sigríður valin Vestfirðingur ársins

Arna Sigríður Albertsdóttir var valin Vestfirðingur ársins 2007.
Arna Sigríður Albertsdóttir var valin Vestfirðingur ársins 2007.

Hin sautján ára Arna Sigríður Albertsdóttier er Vestfirðingur ársins 2007 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins Bæjarins besta.

Arna Sigríður, sem er nemi við Menntaskólann á Ísafirði, slasaðist alvarlega í skíðaslysi í Geilo í Noregi 30. desember 2006. Hún lamaðist fyrir neðan mitti en hefur að mati Bæjarins besta sýnt mikla þrautseigju, jákvæðni og styrk þrátt fyrir að vera bundin við hjólastól.

Arna Sigríður fékk um fjórðung atkvæða í kjöri Bæjarins besta en í öðru sæti í vali á Vestfirðingi ársins 2007 varð Jón Bjarnason, bóndi að Hvestu í Arnarfirði, í þriðja sæti Vilborg Arnardóttir, stofnandi Raggagarðs í Súðavík, í fjórða sæti varð Örn Elías Guðmundsson (Mugison) tónlistarmaður í Súðavík og í fimmta sæti varð Reimar Vilmundarson skipstjóri í Bolungarvík.

Alls fengu 114 einstaklingar atkvæði í kosningunni en á sjöunda hundrað manns tóku þátt í kjörinu sem er rúmlega tvöföldun frá því í fyrra eftir því sem segir í tilkynningu Bæjarins besta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.