Enski boltinn

Þurfum að vinna alla leikina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gael Clichy segir að Arsenal megi ekki tapa fleiri stigum.
Gael Clichy segir að Arsenal megi ekki tapa fleiri stigum.

Gael Clichy telur að Arsenal þurfi að vinna alla þá leiki sem liðið á eftir ef það ætlar að eiga möguleika á að vinna Englandsmeistaratitilinn.

Arsenal hefur verið í efsta sæti úrvalsdeildarinnar stóran hluta leiktíðarinnar en er nú sex stigum á eftir Manchester United.

„Sjö leikir eru eftir sem þýðir að það er mikil vinna framundan. Við verðum bara að leika eins vel og við getum. Ef við vinnum alla okkar leiki er allt hægt. En við verðum að vera raunsæir og megum ekki missa fleiri stig," segir Clichy.

„Við megum ekki vorkenna okkur sjálfum. Við verðum bara að fara til Bolton og ná í þrjú stig þar og sjá síðan hvað gerist eftir það. Þetta verður erfitt en við höfum gott lið og góð gæði. Við verðum að vera bjartsýnir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×