Enski boltinn

Leikurinn við Chelsea ræður miklu

NordcPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Chelsea vera liðið sem hugsanlega gæti sett hans mönnum strik í reikninginn í titilvörninni í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea hirti annað sætið af Arsenal með 2-1 sigri á grönnum sínum um helgina og hafa lærisveinar Avram Grant ekki tapað í síðustu 14 leikjum sínum.

Fimm stig skilja United og Chelsea í töflunni en Ferguson telur leik liðanna á Stamford Bridge þann 26. apríl fara langt með að skera úr um baráttuna á toppnum.

"Ég held að Chelsea ráði miklu um niðurstöðuna. Við eigum enn eftir að fara á Stamford Bridge þar sem þeir hafa náð frábærum árangri. Við erum með ágætt forskot en tökum engu sem sjálfssögðum hlut - við verðum að halda áfram að vinna. Ég hef alltaf sagt að liðið sem nær að sýna mestan stöðugleika fram á vorið muni vinna deildina," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×