Patrick Vieira verður áfram í leikmannahópi Frakklands á EM í knattspyrnu þó svo að hann missi af leik Frakka og Rúmena í dag.
Vieira hefur átt við meiðsli í lærvöðva að stríða en hann gat æft í síðustu viku og gæti orðið klár í næsta leik Frakka, gegn Hollandi á föstudaginn.
Raymond Domenech, landsliðsþjálfara Frakka, varð að tilkynna allar breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í keppninni.
Lilian Thuram verður fyrirliði í stað Vieira í dag.