Innlent

Bílvelta í Álftafirði

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. MYND/GVA
Litlu munaði að illa færi þegar bifreið hafnaði á hvolfi úti í sjó í Álftafirði á Vestfjörðum á milli klukkan átta og níu í gærkvöldi. Karl og kona voru í bílnum og tókst þeim að komast út úr bílnum af eigin rammleik. Þau slösuðust ekki en voru köld og hrakin. Farið var með þau á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×