Innlent

Guðni: „Hvar er atgeirinn Geir?“

Guðni Ágústsson í pontu á miðstjórnarfundinum í morgun.
Guðni Ágústsson í pontu á miðstjórnarfundinum í morgun.

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins sagði í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins sem stendur nú yfir að ekki sé lengur hægt að útiloka aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í ræðu sinni fór hann yfir atburði síðustu daga og vikna og bar viðbrögð stjórnvalda saman við það sem gert var í Landhelgisdeilunum.

„Í landhelgisdeilunum áttum við hugdjarfa forystumenn, nú er öldin önnur," sagði Guðni. „Ég hef aldrei séð aumari vörn og það vekur undrun margra manna um víða veröld. Öll spjót standa á forsætisráðherra. Hvar er atgeirinn Geir H. Haarde?"

Guðni talaði gegn því að taka upp evruna einhliða eins og sumir hafa bent á. Það myndi uppskera enn frekari vandræði gagnvart Evrópusambandinu. Hann sagði að Framsóknarflokkurinn væri kominn sjö árum á undan Sjálfstæðisflokki í vinnu í kringum hugsanlega Evrópusambandsaðild.

„Í þeim þrengingum sem ganga yfir íslenska þjóð sýnist mörgum sérfræðingum og traustu framsóknarfólki að aðild að Evrópusambandinu gæti leyst margan vanda," sagði Guðni ennfremur. „Öðrum sérfræðingum og flokksstólpum sýnist það gagnstæða. Þekkt er að ég hef haft efasemdir í málinu sem meðal annars rísa af sjálfstæðishyggju ungs lýðræðis og frelsisþrá þjóðar sem var öldum saman undir erlendu valdi. Hins vegar vil ég ekki lengur fyrirfram útiloka skoðun á þessum valkosti sé vilji til þess í flokknum. Í því ástandi sem nú er uppi í landinu megum við ekki njörva okkur föst í afstöðu sem var góð og gild áður en allt hrundi," sagði formaðurinn.

og gild áður en allt hrundi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×