Þriðji áfangi Hellisheiðarvirkjunar tekinn í notkun 15. nóvember 2008 12:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tók í dag formlega í notkun tvær nýjar vélasamstæður í Hellisheiðarvirkjun. Með því er afl virkjunarinnar orðið 213 megavött, sem gerir hana að þriðju aflmestu virkjun landsins í raforku. Fram kom hjá Hjörleifi B. Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, við athöfnina í dag að fullbúin verði virkjunin sú afkastamesta í landinu. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að fjöldi fólks, þar á meðal forseti Íslands, hafi verið viðstaddur þegar ræstar voru tvær 45 megavatta gufuaflstúrbínur í Hellisheiðarvirkjun. „Þetta er þriðji áfangi uppbyggingarinnar. Undir lok næsta árs hefst framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni og árið 2010 er ráðgert að síðasti áfanginn í raforkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar verði tekinn í notkun. Þá verður uppsett afl hennar í raforku 303 megavött og gert er ráð fyrir að afl heitavatnsframleiðslunnar verði aukið í nokkrum áföngum á næsta áratugum upp í 400 megavött. Þá verður hún aflmesta virkjun landsins," segir í tilkynningunni. Auk borgarstjóra ávörpuðu samkomuna forstjóri og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúar framleiðenda aflvélanna, Mitsubishi og Balcke Dürr. Verkefnin framundan í íslensku efnahagslífi voru þeim hugleikin að því er segir í tilkynningunni. „Borgarstjóri gerði að umtalsefni gott orðspor Íslendinga í orkumálum og hvernig það geti nýst þjóðinni til framdráttar við erfiðar aðstæður. Hún minnti á að margar grannþjóðir okkar þurfi að fást tvö stór verkefni um þessar mundir; efnahagssamdrátt og loftslagsmálin. Íslendingar hafi hinsvegar umbylt sínu orkukerfi á síðustu öld í átt til endurnýjanlegrar orku og séu enn að." Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, minntist þess í ávarpi sínu að það hafi verið í kreppunni á fjórða áratug síðustu aldar að markviss uppbygging hitaveitu hófst hér á landi í Reykjavík. Framsýni ráðamanna þá, væri að spara okkur 150 milljónir bandaríkjadala á ári í kyndikostnað. Værum við að nota olíu til húshitunar enn þann dag í dag, þyrftu íbúar höfuðborgarsvæðisins að greiða 55 milljónum króna meira í kyndikostnað á degi hverjum." Jarðvarmavirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið byggðar í áföngum því samhliða orkunýtingu fást auknar upplýsingar um afkastagetu jarðhitageymisins sem nýttur er. Fljótlega eftir að markvissar rannsóknarboranir hófust við Kolviðarhól kom í ljós að svæðið býður upp meiri nýtingu en upphaflega var áformuð. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, tók í dag formlega í notkun tvær nýjar vélasamstæður í Hellisheiðarvirkjun. Með því er afl virkjunarinnar orðið 213 megavött, sem gerir hana að þriðju aflmestu virkjun landsins í raforku. Fram kom hjá Hjörleifi B. Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, við athöfnina í dag að fullbúin verði virkjunin sú afkastamesta í landinu. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að fjöldi fólks, þar á meðal forseti Íslands, hafi verið viðstaddur þegar ræstar voru tvær 45 megavatta gufuaflstúrbínur í Hellisheiðarvirkjun. „Þetta er þriðji áfangi uppbyggingarinnar. Undir lok næsta árs hefst framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni og árið 2010 er ráðgert að síðasti áfanginn í raforkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar verði tekinn í notkun. Þá verður uppsett afl hennar í raforku 303 megavött og gert er ráð fyrir að afl heitavatnsframleiðslunnar verði aukið í nokkrum áföngum á næsta áratugum upp í 400 megavött. Þá verður hún aflmesta virkjun landsins," segir í tilkynningunni. Auk borgarstjóra ávörpuðu samkomuna forstjóri og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúar framleiðenda aflvélanna, Mitsubishi og Balcke Dürr. Verkefnin framundan í íslensku efnahagslífi voru þeim hugleikin að því er segir í tilkynningunni. „Borgarstjóri gerði að umtalsefni gott orðspor Íslendinga í orkumálum og hvernig það geti nýst þjóðinni til framdráttar við erfiðar aðstæður. Hún minnti á að margar grannþjóðir okkar þurfi að fást tvö stór verkefni um þessar mundir; efnahagssamdrátt og loftslagsmálin. Íslendingar hafi hinsvegar umbylt sínu orkukerfi á síðustu öld í átt til endurnýjanlegrar orku og séu enn að." Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, minntist þess í ávarpi sínu að það hafi verið í kreppunni á fjórða áratug síðustu aldar að markviss uppbygging hitaveitu hófst hér á landi í Reykjavík. Framsýni ráðamanna þá, væri að spara okkur 150 milljónir bandaríkjadala á ári í kyndikostnað. Værum við að nota olíu til húshitunar enn þann dag í dag, þyrftu íbúar höfuðborgarsvæðisins að greiða 55 milljónum króna meira í kyndikostnað á degi hverjum." Jarðvarmavirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið byggðar í áföngum því samhliða orkunýtingu fást auknar upplýsingar um afkastagetu jarðhitageymisins sem nýttur er. Fljótlega eftir að markvissar rannsóknarboranir hófust við Kolviðarhól kom í ljós að svæðið býður upp meiri nýtingu en upphaflega var áformuð.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira