Innlent

Framsókn með miðstjórnarfund

Evrópumálin verða væntanlega ofarlega á baugi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum í dag. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um afstöðuna gagnvart Evrópusambandinu.

Valgerður Sverrisdóttir varaformaður flokksins hefur lýst því yfir að hún telji rétt að skoða kosti inngöngu en Guðni Ágússtson, formaður hefur hingað til verið í hópi efasemdamanna. Bjarni Harðarson, þingmaður flokksins, sagði af sér í vikunni eftir að hann sendi tölvupóst á fjölmiðla þar sem Valgerður var gagnrýnd harðlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×