Innlent

Hús alelda á Baldursgötu

Slökkviliðið berst enn við eld á Baldursgötu í Reykjavík. Húsið er yfirgefið og var það alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn hefur læst sig í þak hússins og að sögn varðstjórna hjá slökkviliðinu gengur erfiðlega að ráða niðurlögum hans þar sem búið hafi verið að fjarlægja öll gólf úr húsinu. Að sögn slökkviliðs er þó engin hætta á að eldurinn breiðist í nærliggjandi hús.

Ekki er vitað um upptök eldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×