Erlent

Lögregla í Essex skaut mann til bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. MYND/PA

Lögregla í breska bænum Romford í Essex skaut mann til bana úti á götu í gær eftir að hann hafði gengið þar um með þrjár skammbyssur og ógnað meðal annars börnum með þeim.

Nágrannar hringdu á lögreglu og tilkynntu um að maður og kona ættu í áköfum deilum í heimahúsi. Fljótlega bárust upplýsingar um að maðurinn væri kominn út og gengi um götur veifandi skotvopnum. Götur bæjarins tæmdust á augabragði og sérsveit lögreglu kom á vettvang. Til skotbardaga kom eftir að samningaviðræður við manninn reyndust þýðingarlausar. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×