Ráðherra segir gjaldeyri fluttan til landsins eftir krókaleiðum 30. október 2008 16:26 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að gjaldeyrir sé nú fluttur til landsins eftir krókaleiðum. Einar gerði vandann í gjaldeyrisviðskiptum að umræðuefni í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ. Gjaldeyrisviðskipti hafa verið miklum vandkvæðum bundin undanfarnar vikur og gert sjávarútvegsfyrirtækjum líkt og öðrum mjög erfitt fyrir. „Það er kunnara en frá þarf að segja að verkefni útgerðarmanna og útflytjenda síðustu daga og vikur hefur verið að tryggja að greiðslur fyrir afurðir bærust hingað til lands og það eftir áður óþekktum leiðum og reyndar alls konar krókaleiðum, sem ég ætla ekki að fjölyrða um," segir Einar K.Guðfinnssson. „ Þá hafa stjórnvöld lagt sig fram um að greiða fyrir þessum viðskiptum. Seðlabankinn, ráðuneyti, sendiráð og fleiri hafa lagt þar sín lóð á vogarskálarnar. Ég fullyrði að þar hafa allir lagt sig fram og það ber mjög að þakka því ágæta starfsfólki sem hefur átt hlut að máli. Það er ekki við það að sakast að mál hafa þokast alltof hægt áfram". Einar segir að vandamálið kristallist í því að marga af þessum rembihnútum í gjaldeyrisviðskiptunum hefur einfaldlega ekki verið á okkar valdi að leysa. Þar hafa aðrir tekið ákvarðanir og bókstaflega tekið af okkur völdin. „Ég veit þetta vel, því sjálfur hef ég haft bein afskipti af þessum málum hvað eftir annað og reynt að beita því afli, því valdi og þeim áhrifum sem ég hef haft mátt til. Þar hef ég meðal annars leitað leiða í gegnum pólitísk sambönd í nágrannalöndum okkar, ekki síst í Bretlandi," segir Einar. „Ég hef til dæmis átt samtöl við hinn nýja sjávarútvegsráðherra Bretlands, Huw Irranca Davies og aðra áhrifamenn þar ytra. Í þeim hópi vil ég sérstaklega nefna góðvin okkar Austin Mitchell þingmann Grimsbysvæðisins, sem hefur lagt okkur lið af alefli. Sumt af því hefur borið árangur og einstaka leiðir hafa opnast, eins og við þekkjum, en það breytir því ekki að gjaldeyrisviðskiptin eru ekki komin í eðlilegt horf. Því fer enn víðs fjarri." Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að gjaldeyrir sé nú fluttur til landsins eftir krókaleiðum. Einar gerði vandann í gjaldeyrisviðskiptum að umræðuefni í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ. Gjaldeyrisviðskipti hafa verið miklum vandkvæðum bundin undanfarnar vikur og gert sjávarútvegsfyrirtækjum líkt og öðrum mjög erfitt fyrir. „Það er kunnara en frá þarf að segja að verkefni útgerðarmanna og útflytjenda síðustu daga og vikur hefur verið að tryggja að greiðslur fyrir afurðir bærust hingað til lands og það eftir áður óþekktum leiðum og reyndar alls konar krókaleiðum, sem ég ætla ekki að fjölyrða um," segir Einar K.Guðfinnssson. „ Þá hafa stjórnvöld lagt sig fram um að greiða fyrir þessum viðskiptum. Seðlabankinn, ráðuneyti, sendiráð og fleiri hafa lagt þar sín lóð á vogarskálarnar. Ég fullyrði að þar hafa allir lagt sig fram og það ber mjög að þakka því ágæta starfsfólki sem hefur átt hlut að máli. Það er ekki við það að sakast að mál hafa þokast alltof hægt áfram". Einar segir að vandamálið kristallist í því að marga af þessum rembihnútum í gjaldeyrisviðskiptunum hefur einfaldlega ekki verið á okkar valdi að leysa. Þar hafa aðrir tekið ákvarðanir og bókstaflega tekið af okkur völdin. „Ég veit þetta vel, því sjálfur hef ég haft bein afskipti af þessum málum hvað eftir annað og reynt að beita því afli, því valdi og þeim áhrifum sem ég hef haft mátt til. Þar hef ég meðal annars leitað leiða í gegnum pólitísk sambönd í nágrannalöndum okkar, ekki síst í Bretlandi," segir Einar. „Ég hef til dæmis átt samtöl við hinn nýja sjávarútvegsráðherra Bretlands, Huw Irranca Davies og aðra áhrifamenn þar ytra. Í þeim hópi vil ég sérstaklega nefna góðvin okkar Austin Mitchell þingmann Grimsbysvæðisins, sem hefur lagt okkur lið af alefli. Sumt af því hefur borið árangur og einstaka leiðir hafa opnast, eins og við þekkjum, en það breytir því ekki að gjaldeyrisviðskiptin eru ekki komin í eðlilegt horf. Því fer enn víðs fjarri."
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira