Innlent

Um fimmtíu féllu í sprengjuárásum í Indlandi

MYND/AP

Að minnsta kosti fjörutíu og átta týndu lífi og þrjú hundruð særðust í sprengjuárásum í norðausturhluta Indlands í morgun.

Þrettán sprengjur sprungu með skömmu millibili í fjórum borgum í Assam-héraði þar sem hópar skæruliðar hafa lengi barist hatrammri baráttu við stjórnvöld um aðskilnað héraðsins auk þess sem skæruliðar hafa háð blóðuga baráttu innbyrðis.

Enginn hópur hefur lýst ódæðunum á hendur sér. Útgöngubann er nú í gildi í borgunum þar sem árásirnar voru gerðar meðan lögregla leitar að fleiri sprengjum sem grunur leikur á að hafi verið komið fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×