Innlent

Sex mánaða fangelsi fyrir að káfa á ungri stúlku

Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms yfir rúmlega 37 ára gömlum karlmanni. Maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot og áfengislagabrot með því að hafa lagst við hlið ungrar stúlku og káfað á brjóstum hennar innan klæða og niður eftir. Auk þess veitti hann stúlkunni og vinkonu hennar sem voru undir lögaldri áfengi á heimili sínu.

Maðurinn hafði hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir tvo refsidóma og voru þeir teknir upp og málin dæmd í einu lagi. Manninum var jafnframt gert að greiða annarri stúlkunni 150.000 krónur í miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×