Innlent

Stefnir í 20% atvinnuleysi meðal byggingamanna í Eyjafirði

Á annað hundrað manns missa vinnuna í byggingaiðnaði í Eyjafirði nú um mánaðamótin. Atvinnuleysi í greininni stefnir í 20% að óbreyttu, segir Heimir Krisinsson formaður Félags byggingarmanna.

Menn hafa aldrei séð annað eins ástand og í byggingariðnaði nú. Bæði heimili, vinnustaðir og hið opinbera heldur að sér höndum í framkvæmdum og afleiðingin er uppsagnaholskefla. Í Eyjafirði eru kurl ekki komin til grafar en nú sólarhring fyrir mánaðamót er ljóst að á annað hundrað störf hafa tapast.

Þetta jafngildir því að um 10% byggingamanna í Eyjafirði séu að missa vinnuna og stefnir í allt að 20% atvinnuleysi í þeirra röðum að mati Helga og bætir við að allt sé frosið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×