Vaxtahækkun leiði til fjölda gjaldþrota hjá heimilum og fyrirtækjum 30. október 2008 11:58 MYND/GVA Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stöðu efnahagsmála og samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann teldi að vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni myndi leiða til fjölda gjaldþrota hjá heimilum og fyrirtækjum. Sú ákvörðun að hækka vexti til þess að halda í fjármuni í landinu myndi ekki skila árangri því Ísland væri um þessar mundir ekki í miklum metum hjá fjárfestum. Hann sagði framsóknarmenn hafa stutt þá ákvörðun að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þannig að hægt yrði að opna dyr fyrir Íslendinga á ný. Þeir óttuðust nú að hið gamla bragð sjóðsins að hækka vexti bæri ekki árangur og af þessari ákvörðun um vaxtahækkun hefði hann meiri áhyggjur en nokkru öðru. Sagði Guðni megnið af ríkisstjórninni hafa farið úr landi og síðan hefði hækkun stýrivaxta skollið á og sagði hann sorglegt að margir ráðherrar hefðu verið staðnir að því að segja ósatt um málið. Nefndi hann Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra þar til sögunnar og benti á að vaxtaákvörðunin hefði komið í kjölfar samnings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við ríkisstjórnina. Þakkaði Ingibjörgu fyrir harða sókn gegn Bretum Guðni þakkaði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir harða vörn og harða sókn gegn flokksbræðrum sínum í Bretlandi. Því miður hefði Geir H. Haarde forsætisráðherra aðeins sagst ekki myndu munnhöggvast við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, eftir að hann hefði ráðist gegn Íslendingum. Írekaði Guðni að kæra ætti Breta fyrri aðgerðir sínar gagnvart Íslendingum en þær hefðu lokað öllum dyrum að íslenskri þjóð. Menn hefðu verið hugsi þegar þessi valdamikla þjóð hefði lýst Ísland gjaldþrota og sagt að viðureignin væri við óbótamenn og hálfgerða hryðjuverkamenn. Við ættum nú kröfur á hendur breskum stjórnvöldum fyrir að hafa gert kreppuna hér miklu alvarlegri en hún hefði orðið. Þeir hefðu fellt Kaupþing í Bretlandi og þar með móðurfélagið hér heima. Guðni sagði framsóknarmenn telja mikilvægt að ráðast í hvítbók sannleikans. Margir hefðu brugðist og mikivægast væri að fá óháðan erlendan aðila til þess að rannsaka mál hér. Formaður Framsóknarflokksins sagði enn fremur að það væri ekkert mikivægara nú en að ganga bjartsýnn fram á veginn. Það gerði íslenska þjóðin með samstöðu. Ríkisstjórnin þyrfti enn fremur að lýsa því hvernig hún myndi taka utan um heimilin og það væri mikivægt að vinna hratt og vel og setja gleðina í gang. „Við eigum bjarta framtíð, Íslendingar," sagði Guðni. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stöðu efnahagsmála og samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hann teldi að vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni myndi leiða til fjölda gjaldþrota hjá heimilum og fyrirtækjum. Sú ákvörðun að hækka vexti til þess að halda í fjármuni í landinu myndi ekki skila árangri því Ísland væri um þessar mundir ekki í miklum metum hjá fjárfestum. Hann sagði framsóknarmenn hafa stutt þá ákvörðun að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þannig að hægt yrði að opna dyr fyrir Íslendinga á ný. Þeir óttuðust nú að hið gamla bragð sjóðsins að hækka vexti bæri ekki árangur og af þessari ákvörðun um vaxtahækkun hefði hann meiri áhyggjur en nokkru öðru. Sagði Guðni megnið af ríkisstjórninni hafa farið úr landi og síðan hefði hækkun stýrivaxta skollið á og sagði hann sorglegt að margir ráðherrar hefðu verið staðnir að því að segja ósatt um málið. Nefndi hann Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra þar til sögunnar og benti á að vaxtaákvörðunin hefði komið í kjölfar samnings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við ríkisstjórnina. Þakkaði Ingibjörgu fyrir harða sókn gegn Bretum Guðni þakkaði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra fyrir harða vörn og harða sókn gegn flokksbræðrum sínum í Bretlandi. Því miður hefði Geir H. Haarde forsætisráðherra aðeins sagst ekki myndu munnhöggvast við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, eftir að hann hefði ráðist gegn Íslendingum. Írekaði Guðni að kæra ætti Breta fyrri aðgerðir sínar gagnvart Íslendingum en þær hefðu lokað öllum dyrum að íslenskri þjóð. Menn hefðu verið hugsi þegar þessi valdamikla þjóð hefði lýst Ísland gjaldþrota og sagt að viðureignin væri við óbótamenn og hálfgerða hryðjuverkamenn. Við ættum nú kröfur á hendur breskum stjórnvöldum fyrir að hafa gert kreppuna hér miklu alvarlegri en hún hefði orðið. Þeir hefðu fellt Kaupþing í Bretlandi og þar með móðurfélagið hér heima. Guðni sagði framsóknarmenn telja mikilvægt að ráðast í hvítbók sannleikans. Margir hefðu brugðist og mikivægast væri að fá óháðan erlendan aðila til þess að rannsaka mál hér. Formaður Framsóknarflokksins sagði enn fremur að það væri ekkert mikivægara nú en að ganga bjartsýnn fram á veginn. Það gerði íslenska þjóðin með samstöðu. Ríkisstjórnin þyrfti enn fremur að lýsa því hvernig hún myndi taka utan um heimilin og það væri mikivægt að vinna hratt og vel og setja gleðina í gang. „Við eigum bjarta framtíð, Íslendingar," sagði Guðni.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira