Enski boltinn

Ferguson: Það er ekki hægt að stoppa Ronaldo

Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist þess fullviss að það sé ekki hægt að stoppa Cristiano Ronaldo jafnvel þótt menn reyni að sparka honum út af vellinum. Þessi skilaboð sendir hann til leikmanna Roma sem eru argir eftir frábærra frammistöðu Portúgalans gegn þeim í meistaradeildinni.

Rómverjar hafa látið hafa eftir sér að Ronaldo fái að finna fyrir því seinni leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar á Old Trafford á miðvikudaginn en Ferguson hefur ekki áhyggjur af því.

"Það er ekki hægt að stoppa hann. Ronaldo er sigurvegari. Það er ekki hægt að sparka honum út úr leiknum. Hann stendur alltaf upp og heldur áfram. Hann mun ekki hafa áhyggjru af því að þótt leikmenn Roma reyni að negla hann í seinni leiknum," sagði Ferguson.

Lærisveinar hans eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn eftir 2-0 sigur í Róm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×