Lífið

Justin Timberlake skíthræddur við mömmu

Justin er alltént ekki hræddur við kærustuna.
Justin er alltént ekki hræddur við kærustuna.
Söngvaranum, leikaranum og kyntröllinu Justin Timberlake gengur nú bara ágætlega í lífinu og þarf ekki að óttast margt. Nema konuna sem ól hann.

Í viðtali við Life & Style tímaritið sagðist Justin ekki vera hræddur við margt, en bætti þó við: „Ég er ennþá hræddur við mömmu, en ég held að allir fullorðnir karlmenn séu það!"

Þegar blaðamaður spurði söngvarann hvað besta ráðið sem mamman hefði gefið honum væri varð hann hugsi, en grínaðist svo: „„Svaraðu mér þegar ég spyr þig spurningar!" Svo svaraði ég henni og þá sagði hún: „Haltu kjafti þegar ég er að tala.""

Þrátt fyrir að vera logandi hræddur við mömmu segir Justin þó að hún sé einn af hans bestu vinum, og tók það skýrt fram að hún hefði kennt honum sitthvað um ævina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.