Innlent

Konur halda körlum blót í Súgandafirði

MYND/Heiða Helgadóttir

Í kvöld verður hið árlega þorrablóT Súgfirðinga haldið með pompi og prakt. Vefurinn bæjarins Besta greinir frá því að sá háttur sé á blótum sveitunga að annaðhvort ár haldi konur blótið til heiðurs bændum sínum, en hitt árið sjá karlarnir um góublót og bjóða þá konum sínum. Nú er ár kvennanna og hafa þær staðið að undirbúningnum fyrir blótið í kvöld.

Guðný Kristín Guðnadóttir verður forsöngvari og Halli og Þórunn spila á dansleik að afloknum skemmtiatriðum og borðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×