Íslenski boltinn

Toppslagir í 1. deild í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Haukar heimsækja Stjörnuna.
Haukar heimsækja Stjörnuna.

Það verða stórleikir í 1. deild karla í kvöld þegar 11. umferð hefst með þremur leikjum. Fjögur efstu lið deildarinnar mætast innbyrðis.

Í Vestmannaeyjum mætast tvö efstu liðin, ÍBV og Selfoss. Eyjamenn trjóna á toppi deildarinnar með 27 stig en Selfyssingar, sem komust upp úr 2. deild í fyrra, eru fimm stigum á eftir.

Lið ÍBV hefur unnið alla sína leiki nema einn en Selfoss er eina lið deildarinnar sem er enn ósigrað. Leikurinn hefst klukkan 20:00 líkt og leikurinn í Garðabæ þar sem Stjarnan og Haukar eigast við.

Stjarnan situr í þriðja sæti með 20 stig en Haukar eru tveimur stigum á eftir í fjórða sætinu. Ef Eyjamenn ná heimasigri þá getur Stjarnan komist upp í annað sætið með sigri á Haukum en tvö efstu lið deildarinnar munu komast upp í Landsbankadeildina eins og flestir vita.

11. umferð 1. deildar:

Fimmtudagur 10. júlí

19:15 Þór - Njarðvík

20:00 Stjarnan - Haukar

20:00 ÍBV - Selfoss

Föstudagur 11. júlí

20:00 Leiknir - KS/Leiftur

Laugardagur 12. júlí

15:00 Fjarðabyggð - Víkingur R.

16:00 Víkingur Ó. - KA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×