Lífið

Michael Jackson verslar barnabækur í hjólastól

SB skrifar
Hér sést Michael Jackson í hjólastólnum fyrir utan Barnes & Noble í Las Vegas.
Hér sést Michael Jackson í hjólastólnum fyrir utan Barnes & Noble í Las Vegas.
Myndir af Michael Jackson þar sem honum er ýtt um Las Vegas í náttfötum og hjólastól hafa vakið upp spurningar um heilsu poppgoðsins. Sérfræðingar efast um að konungur poppsins muni einhverntíman "moonwalka" á ný.

"Hann lítur mjög illa út," segir ljósmyndarinn Mike Lopez sem náði myndunum af Michael Jackson. "Hún virtist vera að flagna af honum og hann var mjór og veiklulegur."

Michael Jackson er 49 ára gamall. Þegar myndirnar voru teknar á mánudaginn var hann í verslunarferð ásamt lífverði. Hann var í tvo tíma í Barnes & Noble verslun að skoða barnabækur og hlusta tónlist.

Auk þess að vera í hjólastól var Michael Jackson með læknisgrímu fyrir andlitinu og rauða derhúfu. Krakkarnir hans, Prince, Paris og Prince II voru með í för og keypti Michael Jackson heilan kassa af dóti handa þeim.

Samkvæmt New York Daily News hefur búgarður Jackson, Neverlend, ekki enn verið seldur en meðal hugsanlegra kaupenda er knattspyrnumaðurinn David Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.