Lífið

Lögga og rappari með færeyskum bjöllukór

Atli Rúnar Halldórsson skemmtanalögga.
Atli Rúnar Halldórsson skemmtanalögga.

Á föstudagskvöldið næstkomandi eða á Fríggjadag eins og hann heitir á Færeysku ætla Dj Atli og Erpur að spila á Kaffi Akureyri. Nokkuð óvenjulegt samstarf er hafið milli þeirra félagana og færeysks klukkukórs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim félögum en þeir hafa verið nokkuð heitir á dansstöðum landsins síðustu misserin.

„Kór þessi, sem gengur undir nafninu "kynslóða kórinn", saman stendur af átta manns. Þetta eru átta einstaklingar sem koma úr sömu fjölskyldunni alls þrjár kynslóðir. Þannig var að Berghamar Andreasen hafði samband við mig eftir að hann hafði sótt ball sem við spiluðum á og gert sér glaðan dag. Úr varð að hann flaug til landsins við áttunda mann og tókum við fund saman," segir Atli Rúnar Halldórsson betur þekktur sem Atli Skemmtanalögga.

„Við erum búin að taka tvær æfingar saman og lofar útkoman mjög góðu. Þar sem það er ógerlegt að spila á bjöllu heilt ball og þar að auki passar það kannski ekki alltaf undir þá koma þau fram með okkur í tvö skiptu yfir kvöldið. Í einu þessars skipta spila þau undir þegar Erpur rappar, það er alveg hrikalega töff. Ég held að ég geti fullyrt að þetta sé einsdæmi í heiminum ef ekki þá pottþétt á íslandi, að plötusnúður, rappari og bjöllukór sameina krafta sína."

Norðlendingar geta kíkt á þá félaga á Kaffi Akureyri á föstudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.