Ben Foster er leikmaður 30. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 10:55 Ben Foster stóð sig vel í marki United um helgina. Nordic Photos / Getty Images Ben Foster er leikmaður 30. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti mjög góðan leik er Manchester United marði Derby, 1-0. Smelltu hér til að sjá myndband af leikmanni 30. umferðar, markverðinum Ben Foster. Þetta var reyndar fyrsti leikur Foster með United á tímabilinu en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Foster fékk sinn atvinnumannasamning hjá Guðjóni Þórðarsyni sem þá var knattspyrnustjóri Stoke City. Þetta var árið 2001 en hann náði reyndar aldrei að spila deildarleik fyrir Stoke. Hann var hins vegar lánaður til fimm félaga á næstu fjórum árum. Alex Ferguson, stjóri United, sá Foster spila í fyrsta skiptið er hann var í láni hjá Wrexham, fimmta og síðasta félaginu. Ferguson var á bikarúrslitaleik neðrideildarfélaga vorið 2005 en þar stóð Foster í marki Wrexham sem vann bikarinn það árið. Ferguson var reyndar á leiknum þar sem sonur hans, Darren, var að spila. En Ferguson ákvað nokkru síðar að fá Foster til félagsins enda hafði leitin af arftaka Peter Schmeichel gengið fremur illa. Enn þann daginn í dag eru flestir á því að Foster sé verðugur arftaki Schmeichel en sem fyrr segir hafa meiðsli plagað hann á þessu tímabili. Foster var lánaður til Watford fyrstu tvö tímabilin sín hjá United þar sem hann lék 73 leiki og fór oft á kostum. Aidy Boothroyd, stjóri Watford, sagði að Foster væri ótrúlegur hæfileikamaður, væri jafnvel betri en Edwin van der Sar (aðalmarkvörður United) og myndi verða besti markvörður heims. Hann fór í aðgerð vegna krossbandaslita í sumar en hefur undanfarnar vikur verið að ná sér aftur á strik. Frammistaða hans gegn Derby um helgina er því afar eftirektarverð því þetta var jú fyrsti leikur hans fyrir Manchester United. United vann leikinn, 1-0, og Foster varði afar vel tvívegis í leiknum og hélt þar með hreinu. Þökk sé sigrinum komst United á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik. Lið vikunnar: Markvörður: Ben Foster, Manchester United Vörn: Nedum Onuoha, Manchester City Kolo Toure, Arsenal John Terry, Chelsea Miðja: Javier Mascherano, Liverpool Marek Matejovsky, Reading Wilson Palacios, Wigan Cristiano Ronaldo, Manchester United Sókn: Jeremie Aliadiere, Middlesbrough Emile Heskey, Wigan Brian McBride, Fulham Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira
Ben Foster er leikmaður 30. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti mjög góðan leik er Manchester United marði Derby, 1-0. Smelltu hér til að sjá myndband af leikmanni 30. umferðar, markverðinum Ben Foster. Þetta var reyndar fyrsti leikur Foster með United á tímabilinu en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Foster fékk sinn atvinnumannasamning hjá Guðjóni Þórðarsyni sem þá var knattspyrnustjóri Stoke City. Þetta var árið 2001 en hann náði reyndar aldrei að spila deildarleik fyrir Stoke. Hann var hins vegar lánaður til fimm félaga á næstu fjórum árum. Alex Ferguson, stjóri United, sá Foster spila í fyrsta skiptið er hann var í láni hjá Wrexham, fimmta og síðasta félaginu. Ferguson var á bikarúrslitaleik neðrideildarfélaga vorið 2005 en þar stóð Foster í marki Wrexham sem vann bikarinn það árið. Ferguson var reyndar á leiknum þar sem sonur hans, Darren, var að spila. En Ferguson ákvað nokkru síðar að fá Foster til félagsins enda hafði leitin af arftaka Peter Schmeichel gengið fremur illa. Enn þann daginn í dag eru flestir á því að Foster sé verðugur arftaki Schmeichel en sem fyrr segir hafa meiðsli plagað hann á þessu tímabili. Foster var lánaður til Watford fyrstu tvö tímabilin sín hjá United þar sem hann lék 73 leiki og fór oft á kostum. Aidy Boothroyd, stjóri Watford, sagði að Foster væri ótrúlegur hæfileikamaður, væri jafnvel betri en Edwin van der Sar (aðalmarkvörður United) og myndi verða besti markvörður heims. Hann fór í aðgerð vegna krossbandaslita í sumar en hefur undanfarnar vikur verið að ná sér aftur á strik. Frammistaða hans gegn Derby um helgina er því afar eftirektarverð því þetta var jú fyrsti leikur hans fyrir Manchester United. United vann leikinn, 1-0, og Foster varði afar vel tvívegis í leiknum og hélt þar með hreinu. Þökk sé sigrinum komst United á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik. Lið vikunnar: Markvörður: Ben Foster, Manchester United Vörn: Nedum Onuoha, Manchester City Kolo Toure, Arsenal John Terry, Chelsea Miðja: Javier Mascherano, Liverpool Marek Matejovsky, Reading Wilson Palacios, Wigan Cristiano Ronaldo, Manchester United Sókn: Jeremie Aliadiere, Middlesbrough Emile Heskey, Wigan Brian McBride, Fulham
Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Sjá meira