Ben Foster er leikmaður 30. umferðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 10:55 Ben Foster stóð sig vel í marki United um helgina. Nordic Photos / Getty Images Ben Foster er leikmaður 30. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti mjög góðan leik er Manchester United marði Derby, 1-0. Smelltu hér til að sjá myndband af leikmanni 30. umferðar, markverðinum Ben Foster. Þetta var reyndar fyrsti leikur Foster með United á tímabilinu en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Foster fékk sinn atvinnumannasamning hjá Guðjóni Þórðarsyni sem þá var knattspyrnustjóri Stoke City. Þetta var árið 2001 en hann náði reyndar aldrei að spila deildarleik fyrir Stoke. Hann var hins vegar lánaður til fimm félaga á næstu fjórum árum. Alex Ferguson, stjóri United, sá Foster spila í fyrsta skiptið er hann var í láni hjá Wrexham, fimmta og síðasta félaginu. Ferguson var á bikarúrslitaleik neðrideildarfélaga vorið 2005 en þar stóð Foster í marki Wrexham sem vann bikarinn það árið. Ferguson var reyndar á leiknum þar sem sonur hans, Darren, var að spila. En Ferguson ákvað nokkru síðar að fá Foster til félagsins enda hafði leitin af arftaka Peter Schmeichel gengið fremur illa. Enn þann daginn í dag eru flestir á því að Foster sé verðugur arftaki Schmeichel en sem fyrr segir hafa meiðsli plagað hann á þessu tímabili. Foster var lánaður til Watford fyrstu tvö tímabilin sín hjá United þar sem hann lék 73 leiki og fór oft á kostum. Aidy Boothroyd, stjóri Watford, sagði að Foster væri ótrúlegur hæfileikamaður, væri jafnvel betri en Edwin van der Sar (aðalmarkvörður United) og myndi verða besti markvörður heims. Hann fór í aðgerð vegna krossbandaslita í sumar en hefur undanfarnar vikur verið að ná sér aftur á strik. Frammistaða hans gegn Derby um helgina er því afar eftirektarverð því þetta var jú fyrsti leikur hans fyrir Manchester United. United vann leikinn, 1-0, og Foster varði afar vel tvívegis í leiknum og hélt þar með hreinu. Þökk sé sigrinum komst United á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik. Lið vikunnar: Markvörður: Ben Foster, Manchester United Vörn: Nedum Onuoha, Manchester City Kolo Toure, Arsenal John Terry, Chelsea Miðja: Javier Mascherano, Liverpool Marek Matejovsky, Reading Wilson Palacios, Wigan Cristiano Ronaldo, Manchester United Sókn: Jeremie Aliadiere, Middlesbrough Emile Heskey, Wigan Brian McBride, Fulham Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Ben Foster er leikmaður 30. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti mjög góðan leik er Manchester United marði Derby, 1-0. Smelltu hér til að sjá myndband af leikmanni 30. umferðar, markverðinum Ben Foster. Þetta var reyndar fyrsti leikur Foster með United á tímabilinu en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Foster fékk sinn atvinnumannasamning hjá Guðjóni Þórðarsyni sem þá var knattspyrnustjóri Stoke City. Þetta var árið 2001 en hann náði reyndar aldrei að spila deildarleik fyrir Stoke. Hann var hins vegar lánaður til fimm félaga á næstu fjórum árum. Alex Ferguson, stjóri United, sá Foster spila í fyrsta skiptið er hann var í láni hjá Wrexham, fimmta og síðasta félaginu. Ferguson var á bikarúrslitaleik neðrideildarfélaga vorið 2005 en þar stóð Foster í marki Wrexham sem vann bikarinn það árið. Ferguson var reyndar á leiknum þar sem sonur hans, Darren, var að spila. En Ferguson ákvað nokkru síðar að fá Foster til félagsins enda hafði leitin af arftaka Peter Schmeichel gengið fremur illa. Enn þann daginn í dag eru flestir á því að Foster sé verðugur arftaki Schmeichel en sem fyrr segir hafa meiðsli plagað hann á þessu tímabili. Foster var lánaður til Watford fyrstu tvö tímabilin sín hjá United þar sem hann lék 73 leiki og fór oft á kostum. Aidy Boothroyd, stjóri Watford, sagði að Foster væri ótrúlegur hæfileikamaður, væri jafnvel betri en Edwin van der Sar (aðalmarkvörður United) og myndi verða besti markvörður heims. Hann fór í aðgerð vegna krossbandaslita í sumar en hefur undanfarnar vikur verið að ná sér aftur á strik. Frammistaða hans gegn Derby um helgina er því afar eftirektarverð því þetta var jú fyrsti leikur hans fyrir Manchester United. United vann leikinn, 1-0, og Foster varði afar vel tvívegis í leiknum og hélt þar með hreinu. Þökk sé sigrinum komst United á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik. Lið vikunnar: Markvörður: Ben Foster, Manchester United Vörn: Nedum Onuoha, Manchester City Kolo Toure, Arsenal John Terry, Chelsea Miðja: Javier Mascherano, Liverpool Marek Matejovsky, Reading Wilson Palacios, Wigan Cristiano Ronaldo, Manchester United Sókn: Jeremie Aliadiere, Middlesbrough Emile Heskey, Wigan Brian McBride, Fulham
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira