Enski boltinn

Mamma Arons flutt til Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar í leik með Coventry.
Aron Einar í leik með Coventry. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar segja frá því að móðir Arons Einars Gunnarssonar er flutt til Coventry til að hugsa um heimili sonar síns.

„Þegar maður spilar fimmtíu leiki á tímabili þarf maður að hvílast vel og hugsa um sjálfan sig," sagði Aron Einar. „Það gengur ekki að borða pítsu í hvert mál eða fara á veitingastaði. Maður þarf að borða hollan mat og finna sér tíma til að slaka á. Það er það sem móðir mín gerir mér kleift að gera," bætti hann við.

„Ef fleiri fjölskyldumeðlimir vilja koma hingað til mín eru þeir meira en velkomnir."

Aron Einar er á sínu fyrsta tímabili hjá Coventry og hefur þegar slegið í gegn. Hann er búinn að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og hefur kannski mest vakið athygli fyrir löngu innköstin sín sem íslenskir áhorfendur hafa séð hann gera með landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×