Enski boltinn

Mourinho tækist ekki að lokka mig til Inter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry, leikmaður Chelsea.
John Terry, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

John Terry segir að Jose Mourinho viti vel að honum myndi aldrei takast að lokka hann frá Chelsea til Inter.

Frank Lampard og Ricardo Carvalho voru í sumar báðir orðaðir við Inter en Terry segir sjálfur að hann vilji aldrei fara frá Chelsea.

„Jose veit að ég vil ekki fara," sagði hann. „Ég ólst upp hjá Chelsea og jafnvel þótt hann myndi leggja allt í sölurnar til að fá mig veit hann að ég myndi aldrei vilja fara."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×