Lífið

Gibson snæddi við Tjörnina í gærkvöldi

Mel Gibson
Mel Gibson

Ástralski stórleikarinn Mel Gibson sem staddur er hér á landi þessa dagana fór út að borða í Reykjavík í gærkvöldi. Snæddi hann ásamt sonum sínum tveimur á veitingastaðnum Við Tjörnina. Að sögn þeirra sem til sáu lét hann vel að matnum og lék á alls oddi við starfsfólk.

Vísir sagði frá því í gær að leikarinn hefði verið að spóka sig í veðurblíðunni í Reykjavík. Kom hann meðal annars við í Hallgrímskirkju og fékk sér þrefaldan kaffi Latté á Te & Kaffi.

Þar var hann líka hinn viðkunnanlegasti og heilsaði gestum og gangandi.






Tengdar fréttir

Mel Gibson fékk sér þrefaldan Latté á Te & Kaffi

Ástralski stórleikarinn Mel Gibson er staddur hér á landi um þessar mundir. Leikarinn mun hafa litið við í Hallgrímskirkju ásamt syni sínum í morgun. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju er staddur í fríi í Borgarfirði og hafði því ekki heyrt af komu leikarans í kirkju sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.