Lífið

Rollingarnir skipta um útgefanda

Mick Jagger, Ronnie Wood, Chalie Watts og Keith Richards
Mick Jagger, Ronnie Wood, Chalie Watts og Keith Richards

Gamlingjarnir í Rolling Stones hafa yfirgefið útgáfufyrirtæki sitt til margra ára, EMI, og samið við útgáfurisann Universal. Fyrirtækið sagði í gær að samningurinn næði bæði yfir komandi plötur sveitarinnar og gamlar plötur, líkt og Sticky Fingers og Brown Sugar.

„Universal er fyrirtæki sem hugsar um framtíðin, þar er frjótt fólk sem veit um hvað tónlist snýst," sagði hljómsveitin í yfirlýsingu. „Okkur hlakkar mikið til þess að vinna með þeim."

Þessar fréttir koma EMI fyrirtækinu afar illa og hafa þeir gefið út yfirlýsingar um að nú eigi að skera niður um einn þriðja hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur átt afar erfitt eftir að geisladiskasala dróst saman.

Af Rollingunum er það annars að frétta að Mick Jagger varð löglegt gamalmenni í dag. Hann er nú orðinn 65 ára gamall og í Bretlandi fá þeir sem hafa náð þeim aldri 91 sterlingspund á viku, jafnvirði 15.000 króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.