Lífið

Bensínpeningunum þínum er vel varið

Olíutunnan er flogin yfir 120 dollarana, og sauðsvartur almúginn á jeppunum sínum og gripaflutninga-pikköppum grætur alla leið á bensínstöðina. Ólíubarónarnir í Persaflóa væla ekki. Alls ekki.

Á dögunum var haldið uppboð á númeraplötum með óvenjulegum bílnúmerum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Alls seldust númeraplötur fyrir 9,8 milljónir dollara, eða sem samsvarar um 750 milljónum króna. Sú dýrasta, með númerinu 50G, fór á 926 þúsund dollara, eða tæpa 71 milljón króna. Til samanburðar kostar skráning á einkanúmeri hjá Umferðarstofu 25.000 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.