Enski boltinn

Sorgardagur fyrir Tottenham

Poyet og Juande Ramos horfðu upp á sína menn fá kjaftshögg í dag
Poyet og Juande Ramos horfðu upp á sína menn fá kjaftshögg í dag NordcPhotos/GettyImages
Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar þeir steinlágu heima fyrir Newcastle.

"Þetta var hræðilegur dagur og maður á aldrei von á svona. Ég hef verið að reyna að finna hvað fór úrskeiðis hjá okkur í dag en það er erfitt þegar maður fær svona skell. Við slökuðum á eftir markið og kláruðum ekki leikinn, það var vandamálið. Síðari hálfleikurinn var mjög slakur en yfir höfuð var þetta skelfileg frammistaða. Mig langar að segja eitthvað af viti en ég er ekki í ástandi til þess núna - ég get það ekki fyrr en eftir nokkra daga," sagði Poyet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×