Enski boltinn

Grant: Við vorum heppnir

Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant stjóri Chelsea viðurkenndi að hans menn hefðu haft heppnina með sér í dag þegar þeir lögðu Middlesbrough 1-0 á Stamford Bridge. Gestirnir fengu mörg færi í leiknum en náðu ekki að nýta þau.

"Ég get seint sagt að þetta hafi verið okkar besti leikur en sigurinn skipti mestu máli. Þeir voru óheppnir að skora ekki en við áttum okkar færi líka," sagði Grant sem var án Frank Lampard í dag vegna veikinda landsliðsmannsins.

"Mér fannst við eiga skilið að vinna og þegar hingað er komið á leiktíðinni eru það stigin sem skipta öllu máli. Við verðum að halda áfram að vinna og vona að við getum sett aukna pressu á Manchester United þegar við mætum þeim heima," sagði Grant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×