Enski boltinn

Liverpool vann borgarslaginn

Jamie Carragher sendir Phil Neville í flugferð á Anfield í dag
Jamie Carragher sendir Phil Neville í flugferð á Anfield í dag NordcPhotos/GettyImages

Liverpool vann í dag verðskuldaðan 1-0 sigur á grönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur því styrkt stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og hefur fimm stiga forskot á granna sína.

Það var hinn magnaði Fernando Torres sem skoraði sigurmark Liverpool strax á sjöundu mínútu en þetta var fimmta mark hans í röð á Anfield. Leikurinn í dag var ekki sérlega mikið fyrir augað en þeir bláklæddu áttu alls ekki góðan dag í þessum mikilvæga leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×