Enski boltinn

Þetta var frábær sigur

NordcPhotos/GettyImages

Kevin Keegan knattspyrnustjóri var að vonum ánægður með sína menn í dag þegar þeir burstuðu Tottenham 4-1 og færðu Keegan fyrsta útsigur sinn síðan hann tók við liðinu.

"Ég er auðvitað mjög ánægður með strákana. Frammistaða þeirra var frábær, ekki síst eftir að við lentum undir. Við vorum betra liðið í dag og við erum með leikmenn sem geta skorað mörk. Það var hvergi veikan hlekk að finna á liðinu í dag og allir skiluðu sínu," sagði Keegan í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×