Lífið

Framhaldsmynd Sex and the City væntanleg

Talsmaður HBO framleiðanda kvikmyndarinnar Sex and the City segir fyrirtækið hafa mikinn áhuga á að framleiða aðra bíómynd um vinkonurnar í framhaldsþáttunum vinsælu Sex and the City.

„Allir voru ánægðir með útkomuna á kvikmyndinni og nú er verið að kanna hvort áhugi er fyrir því að búa til aðra kvikmynd," segir Richard Plepler framkvæmdastjóri HBO samkvæmt People tímaritinu.

„Leikstjórinn Michael Patrick og leikkonan Sarah Jessica Parker hafa úrslitavaldið og hinar stelpurnar auðvitað líka. Ég get staðfest að það eru töluverðar líkur á að önnur Sex and the City kvikmynd verði framleidd innan fimm ára."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.