Vona að dómsmálaráðherra verði aldrei nauðgað 3. desember 2008 16:09 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fékk bréf frá femínistum. MYND/SJ Femínistafélag Íslands hefur sent dómsmálaráðherra og dómurum Hæstaréttar opið bréf í tilefni af 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Í bréfinu er þess óskað að ráðherra og dómurunum verði aldrei nauðgað, en ef svo illa færi, þá vonar félagið að viðkomandi hafi kjark til að kæra og að málinu verði ekki vísað frá. Bréfið birtist í heild sinni hér að neðan. „Opið bréf til Björns Bjarnarsonar dómsmálaráðherra og hæstaréttardómaranna Árna Kolbeinssonar, Garðars Gíslasonar, Gunnlaugs Claessen, Hjördísar Hákonardóttur, Ingibjargar Benediktsdóttur, Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Páls Hreinssonar. Ég vona þér verði aldrei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú hafir kjark til að kæra og að ofbeldismaðurinn verði handtekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fyrir dómsstóla. Ég vona að þú fáir réttláta dómsmeðferð og að lögunum í landinu okkar verði beitt af réttsýni og með hag þinn að leiðarljósi. Ég vona að ofbeldismaðurinn verði dæmdur sekur og að dómurinn endurspegli alvarleika glæpsins. Ég vona að eftir þessa skelfilegu reynslu náir þú að sofa á næturnar. Ég vona að þú vaknir ekki upp um miðja nótt við eigin öskur. Ég vona að fjölskylda þín og vinir trúi þér og snúi ekki við þér baki. Ég vona að þú hættir þér út úr húsi. Ég vona að þú sjáir ekki nauðgarann í hverjum manni sem þú mætir. Ég vona að þú getir haldið áfram að stunda vinnu og umgangast fólk á sama hátt og áður. Ég vona að sársauki þinn verði ekki svo mikill að þú deyfir hann með efnum. Ég vona að enginn segi þér að þú verðir að „taka þig saman í andlitinu og jafna þig á þessu". Ég vona að þér finnist ekki að líf þitt sé endanlega í rúst. Ég vona að einn daginn takir þú sjálfan þig í sátt og setir sökina, skömmina og smánina þar sem hún á heima. Ég óska þér alls hins besta og vona að þér verði aldrei nauðgað. Kveðja Femínistafélag Íslands." Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Femínistafélag Íslands hefur sent dómsmálaráðherra og dómurum Hæstaréttar opið bréf í tilefni af 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Í bréfinu er þess óskað að ráðherra og dómurunum verði aldrei nauðgað, en ef svo illa færi, þá vonar félagið að viðkomandi hafi kjark til að kæra og að málinu verði ekki vísað frá. Bréfið birtist í heild sinni hér að neðan. „Opið bréf til Björns Bjarnarsonar dómsmálaráðherra og hæstaréttardómaranna Árna Kolbeinssonar, Garðars Gíslasonar, Gunnlaugs Claessen, Hjördísar Hákonardóttur, Ingibjargar Benediktsdóttur, Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Páls Hreinssonar. Ég vona þér verði aldrei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú hafir kjark til að kæra og að ofbeldismaðurinn verði handtekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fyrir dómsstóla. Ég vona að þú fáir réttláta dómsmeðferð og að lögunum í landinu okkar verði beitt af réttsýni og með hag þinn að leiðarljósi. Ég vona að ofbeldismaðurinn verði dæmdur sekur og að dómurinn endurspegli alvarleika glæpsins. Ég vona að eftir þessa skelfilegu reynslu náir þú að sofa á næturnar. Ég vona að þú vaknir ekki upp um miðja nótt við eigin öskur. Ég vona að fjölskylda þín og vinir trúi þér og snúi ekki við þér baki. Ég vona að þú hættir þér út úr húsi. Ég vona að þú sjáir ekki nauðgarann í hverjum manni sem þú mætir. Ég vona að þú getir haldið áfram að stunda vinnu og umgangast fólk á sama hátt og áður. Ég vona að sársauki þinn verði ekki svo mikill að þú deyfir hann með efnum. Ég vona að enginn segi þér að þú verðir að „taka þig saman í andlitinu og jafna þig á þessu". Ég vona að þér finnist ekki að líf þitt sé endanlega í rúst. Ég vona að einn daginn takir þú sjálfan þig í sátt og setir sökina, skömmina og smánina þar sem hún á heima. Ég óska þér alls hins besta og vona að þér verði aldrei nauðgað. Kveðja Femínistafélag Íslands."
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira