Lífið

Benedikt hætti við Drangeyjarsund vegna kulda

sev skrifar
Frá Drangeyjarsundi Benedikts í fyrra.
Frá Drangeyjarsundi Benedikts í fyrra.
Hitametin féllu í hrönnum í gær og sunnlendingar svitnuðu. Veðrið lék þó ekki við alla. Sundkappinn Benedikt LaFleur þurfti að hætta við fyrirhugað Drangeyjarsund sitt vegna þoku og kulda.

„Við ákváðum að fresta þessu," segir Benedikt, sem reyndi einnig við Drangeyjarsund í fyrra, en þurfti þá frá að hverfa vegna erfiðra veðurskilyrða. Hann hafði ráðgert að synda frá Drangey að Reykjum síðdegis í gær. Þoka lagðist yfir Skagafjörðinn, og hrapaði lofthiti niður úr öllu valdi að sögn Benedikts. Þegar dró fyrir sólu kólnaði líka sjór. Benedikt syndir ósmurður, og segir því mikilvægt að sjóhiti sé ekki undir tólf gráðum.

Benedikt er þó hvergi nærri hættur við, enda ásælist hann bikar sem fellur þeim í skaut sem síðastur kláraði Drangeyjarsund. Hann er nú í höndum Eyjólfs Jónssonar sem synti leiðina fyrir nokkrum árum.

Næstu daga mun Benedikt fylgjast vel með veðurspánni og bíða færis, og reyna aftur við sundið þegar sólin skín í Skagafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.