Lífið

Ashlee Simpson á von á tvíburum

Það er greinlega eitthvað í vatninu í Hollywood. Ashlee Simpson er víst nýjasta stjarnan sem á von á tvíburum. Eiginmaður hennar, Pete Wentz, missti þetta út úr sér í viðtali á dögunum, þegar hann talaði um ófætt afkvæmi þeirra í fleirtölu. „Við höldum einskonar dagbók sem þau fá þegar þau fæðast," sagði leikarinn, og varð umsvifalaust afar vandræðalegur þegar hann áttaði sig á mistökunum.

Hann bætti þó við að eiginkona sín stæði sig vel á meðgöngunni. Þær sem það hefðu prófað vissu að meðganga væri mikið álag á líkamann, en Ashlee væri heilbrigð og stæði sig eins og fagmaður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.