Fótbolti

Schweinsteiger: Ég missti stjórn á mér

Schweinsteiger brást reiður við tæklingu Leko
Schweinsteiger brást reiður við tæklingu Leko AFP

Miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger hjá þýska landsliðinu hefur viðurkennt að hafa misst stjórn á skapi sínu í gær þegar hann varð fyrsti maðurinn til að fá rautt spjald á EM.

Schweinsteiger varð fyrir tveimur tæklingum frá Króatanum Jerko Leko og stuggaði við honum í kjölfarið. Dómarinn gaf honum beint rautt spjald fyrir vikið. Hann missir því af leik lokaleik Þjóðverja gegn Austurríkismönnum í B-riðli.

"Það var að sjálfssögðu svekkjandi að vera rekinn útaf, en ég fann mikið til í ökklanum eftir að hann sparkaði í mig. Ég hef verið meiddur á þessum ökkla og því brást ég við á óviðeigandi hátt," sagði Schweinsteiger.

Þjóðverjar verða að vinna heimamenn í lokaleiknum til að forðast að sitja eftir í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×