Fótbolti

Bilic vildi helst hætta þjálfun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slaven Bilic hughreystir hér Dario Srna, leikmann króatíska landsliðsins.
Slaven Bilic hughreystir hér Dario Srna, leikmann króatíska landsliðsins. Nordic Photos / AFP
Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, sagði eftir leik sinna manna gegn Tyrkjum í gær að hann vildi helst hætta þjálfun fyrst um sinn.

Tyrkir unnu ævintýralegan sigur á Króötum í fjórðungsúrslitum EM og mæta Þýskalandi í undanúrslitum. Króatar skoruðu á næstsíðustu mínútu uppbótartímans en Tyrkir jöfnuðu metin í blálok framlengingarinnar og unnu svo í vítaspyrnukeppni.

„Ég vildi hætta í gær, ekki bara sem landsliðsþjálfari Króatíu heldur sem þjálfari," sagði Bilic. „En ég elska fótbolta og elska þessa stráka. Við munum koma til baka," sagði Bilic.

„En við erum enn í sárum og verðum í langan, langan tíma," bætti hann við. „Þegar ég kom í búningsklefann voru leikmennirnir að gráta eins og krakkar. Mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik en þeir (dómararnir) leyfðu okkur það ekki."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×