Innlent

Þjóðverji á sjötugsaldri áfram í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Fíkniefnin sem haldlögð voru í bíl Þjóðverjans.
Fíkniefnin sem haldlögð voru í bíl Þjóðverjans.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag Þjóðverja á sjötugsaldri, sem gripinn var með mikið magn fíkniefna við komuna til landsins með Norrænu 2. september, í þriggja vikna gæsluvarðhald.

Maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna varðhald eftir að tæplega 20 kíló af hassi og 1,8 kíló af amfetamíni fundust í bíl hans og rann sá úrskurður út í dag. Enginn annar hefur verið handtekinn vegna málsins að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en rannsókn þess er í höndum fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kom í Fréttablaðinu nýverið að Þjóðverjinn hefði strokið ítrekað úr fangelsi erlendis og að hann hefði afplánað dóma fyrir ofbeldisverk og ýmis önnur brot. Vitað er að hann hefur heimsótt Ísland áður og kom hann hingað í fyrra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×