Íslenski boltinn

Ómar hetja Fjölnis sem vann ÍBV í framlengingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fjölnir komst í úrslitaleik bikarsins í fyrra. Þeir komust í kvöld skrefi nær því að endurtaka leikinn.
Fjölnir komst í úrslitaleik bikarsins í fyrra. Þeir komust í kvöld skrefi nær því að endurtaka leikinn.

Fjölnismenn eru komnir áfram í átta liða úrslit VISA-bikarsins eftir nauman 2-1 sigur á ÍBV í Grafarvoginum í kvöld. Leikurinn var framlengdur og skoraði Ómar Hákonarson sigurmarkið á 113. mínútu.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en Eyjamenn, sem eru í efsta sæti 1. deildar, voru lengi vel yfir í leiknum. Andri Ólafsson skoraði mark ÍBV en Ómar jafnaði fyrir Fjölni og var því hetja þeirra í kvöld með því að skora bæði mörk liðsins.

Úrslit kvöldsins í bikarnum má sjá hér að neðan en á morgun verða þrír leikir á dagskrá:

Fjölnir - ÍBV 2-1 (eftir framl.)

Haukar - HK 1-0

Reynir - Grindavík 1-2

Víkingur - Hamar 3-0

Víðir - Fylkir 1-4

Leikir í sextán liða úrslitum á fimmtudag:

19:15 Keflavík - FH

19:15 KR - Fram

19:15 Breiðablik - Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×